Icelandic
Birt: 2017-03-27 16:47:45 CEST
Brim hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Áform um breytingar í botnfiskvinnslu HB Granda

 

HB Grandi áformar að láta af botnfiskvinnslu á Akranesi og hefur hafið samráð við trúnaðarmenn stéttarfélaga starfsmanna vegna þessa og því sem það kann að þýða fyrir starfsfólk.

Stefnt er að því að sameina botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi við vinnsluna í Reykjavík.

Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna.

HB Grandi rekur, auk botnfiskvinnslunnar, skipaverkstæði, fiskimjölsverksmiðju, loðnuvinnslu og tvö dótturfyrirtæki,  Norðanfisk og Vignir G. Jónsson á Akranesi. Stefnt er að frekari uppbyggingu og eflingu þess rekstrar á Akranesi.

Í dag er hvorki hafnaraðstaða né aðstaða til vinnslu alls botnfiskafla ísfisktogara HB Granda á Akranesi en forsvarsmenn félagsins og Akranesbæjar eiga í viðræðum um mögulegar breytingar á því.