Published: 2017-03-24 19:02:07 CET

Eik fasteignafélag hf.: Framboð til stjórnar á aðalfundi félagsins

Aðalfundur Eikar fasteignafélags hf. verður haldinn þann  29. mars 2017 á 19. hæð í Turninum, Smáratorgi 3, Kópavogi. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 15:30.

Framboðsfrestur til stjórnar Eikar fasteignafélags hf. rann út 24. mars kl. 15:30. Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins:

- Agla Elísabet Hendriksdóttir, kennitala: 300167-5869.

- Arna Harðardóttir, kennitala: 061065-2969.

- Eyjólfur Árni Rafnsson, kennitala: 210457-3649.

- Frosti Bergsson, kennitala: 301248-2969.

- Guðrún Bergsteinsdóttir, kennitala: 270775-3659.

Stjórn hefur metið öll framboð til stjórnar gild, sbr. 63. gr. a laga um hlutafélög nr. 2/1995.

Samkvæmt samþykktum félagsins skal stjórnin skipuð fimm mönnum og er því sjálfkjörið í stjórn félagsins.

Nánari upplýsingar um frambjóðendur er að finna í viðhengi.

Endanleg dagskrá aðalfundar

Engar breytingatillögur bárust félaginu og er endanleg dagskrá fundarins eftirfarandi:

  1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins síðastliðið starfsár
  2. Ársreikningur og samstæðureikningur félagsins, ásamt skýrslu endurskoðanda, er lagður fram til staðfestingar.
  3. Ákvörðun er tekin um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu og greiðslu arðs.
  4. Ákvörðun um þóknun til stjórnar fyrir störf þeirra fyrir komandi starfsár, að fengnum tillögum félagsstjórnar
  5. Tillaga félagsstjórnar um starfskjarastefnu félagsins
  6. Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum félagsins
  7. Kosning félagsstjórnar
  8. Kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarfélags
  9. Önnur mál sem löglega eru fram borin

Stjórn félagsins leggur til við aðalfund félagsins að félagið greiði hluthöfum arð sem nemur kr. 0,27 á hlut fyrir árið 2016. Heildarfjárhæð arðgreiðslunnar verði 930.000.000 kr. Arðsákvörðunardagur verði 29. mars 2017 og arðsréttindadagur verði 31. mars 2017 sem þýðir að skráðir hluthafar í lok dags 31. mars 2017 eiga rétt á arðgreiðslu. Arðleysisdagur, það er sá dagur sem viðskipti hefjast með hlutabréf félagsins án réttar til arðs vegna reikningsársins 2016, verði 30. mars 2017, sem er fyrsti viðskiptadagur eftir arðsákvörðunardag. Útborgunardagur verði 27. apríl 2017 og greitt verði í íslenskum krónum.


Framboð til stjórnar.pdf