Icelandic
Birt: 2017-02-16 16:40:25 CET
TM hf.
Reikningsskil

Hagnaður TM árið 2016 nam 2,6 milljörðum króna.

Samsett hlutfall ársins 97%.

Á stjórnarfundi þann 16. febrúar 2017 samþykkti stjórn og forstjóri TM ársreikning félagsins fyrir árið 2016.

 

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM:

„Á heildina litið er ég mjög ánægður með niðurstöðu ársins, bæði hvað varðar afkomu af vátryggingastarfsemi og ávöxtun fjárfestingaeigna. Þrátt fyrir tjónaþungan fjórða ársfjórðung þar sem tjónaþróun slysatrygginga tók verulegan kipp og stórtjón varð í bruna á Snæfellsnesi í nóvember náum við að skila samsettu hlutfalli á upphaflegri áætlun ársins. Ávöxtun fjárfestingaeigna var einnig mjög góð sem fyrr. Arðsemi eigin fjár var góð og yfir langtímamarkmiði félagsins sjötta árið í röð.“

 

Helstu niðurstöður fjórða ársfjórðungs og ársins 2016 voru eftirfarandi:

  4F 2016 4F 2015 ∆% 2016 2015 ∆%
Eigin iðgjöld 3.404 3.203 201 6% 14.060 12.635 1.425 11%
Fjárfestingatekjur 1.168 1.287 (119) -9% 3.178 4.061 (883) -22%
Aðrar tekjur 9 15 (6) -42% 41 44 (3) -8%
Heildartekjur 4.581 4.506 75 2% 17.279 16.741 538 3%
Eigin tjón (2.999) (2.723) (276) 10% (10.719) (10.318) (401) 4%
Rekstrarkostnaður (823) (807) (16) 2% (3.303) (3.099) (204) 7%
Fjármagnsgjöld (44) (21) (23) 110% (247) (158) (89) 56%
Virðisrýrnun útlána (8) 56 (64)   (57) 1 (58)  
Heildargjöld (3.875) (3.495) (380) 11% (14.326) (13.573) (753) 6%
Hagnaður fyrir tekjuskatt 706 1.011 (305) -30% 2.953 3.167 (214) -7%
Tekjuskattur (93) (160) 67 -42% (356) (340) (16) 5%
Hagnaður 614 851 (237) -28% 2.597 2.827 (230) -8%
                 
Fjárhæðir eru í milljónum króna.              

 

Samsett hlutfall ársins 97%.

Árið 2015 var samsett hlutfall TM 103%, en hlutfallið fór þá í fyrsta skipti yfir 100% síðan árið 2009. Það er þekkt að með auknum umsvifum og hita í hagkerfinu hækkar tjónatíðni og ljóst að bregðast þurfti við þeirri þróun á árinu 2016. Á seinni hluta ársins 2015 var m.a. gripið til skipulagsbreytinga í því skyni að auka enn á fagleg vinnubrögð í áhættuverðlagningu hjá félaginu. Afrakstur þess og annarra aðgerða er viðsnúningur í framlegð af vátryggingastarfsemi upp á 836 m.kr. og samsett hlutfall ársins er 97%.

Allir greinarflokkar utan eignatrygginga og slysatrygginga skila betri afkomu en árið 2015, en hins vegar er afkoma af frjálsum ökutækjatryggingum (kaskó) og slysatryggingum áhyggjuefni. Verkefni ársins 2017 verður að ná viðunandi afkomu í öllum greinaflokkum í samræmi við langtímamarkmið félagsins um 95% samsett hlutfall.

 

Mjög góð afkoma af fjárfestingum á fjórða ársfjórðungi og 13% ávöxtun á árinu.

Fjárfestingatekjur námu 1.168 m.kr. á fjórða ársfjórðungi sem jafngildir 4,6% ávöxtun. Góð afkoma af hlutabréfum og fasteignasjóðum skýrir góða afkomu á fjórðungnum. Afkoma af þessum eignaflokkum skýrir um þrjá fjórðu af fjárfestingatekjum fjórðungsins. Innlendir verðbréfamarkaðir voru hagfelldir á fjórða ársfjórðungi en þá hækkaði ríkisskuldabréfavísitala Gamma um 2,1%, hlutabréfavísitala Gamma hækkaði um 5,1% og markaðsvísitala Gamma hækkaði um 2,9%.

Fjárfestingatekjur námu 3.178 m.kr. á árinu 2016. Það jafngildir 13,0% ávöxtun fjárfestinga en til samanburðar hækkaði markaðsvísitala Gamma um 4,3% á árinu. Ávöxtun fjárfestingaeigna TM var því mjög góð á árinu 2016.

 

Lykiltölur fjórða ársfjórðungs og ársins 2016 voru eftirfarandi:

  4F 2016 4F 2015 2016 2015
Hagnaður á hlut (kr.) 0,90  1,17  3,80 3,84
Arðsemi eigin fjár (m.v. 12m) 21,5% 31,3% 22,4% 24,2%
Eiginfjárhlutfall 39% 38% 39% 38%
Handbært fé frá rekstri     3.032 2.557
Vátryggingastarfssemi        
Tjónshlutfall 88% 85% 76% 82%
Kostnaðarhlutfall 21% 22% 21% 22%
Samsett hlutfall 109% 107% 97% 103%
Rekstrarafkoma (292) (359) 903 (1)
Framlegð (318) (218) 420 (416)
Fjárfestingar        
Ávöxtun 4,6% 5,0% 13,0% 16,5%
Hagnaður/tap 614  851  2.597 2.827
         
Fjárhæðir eru í milljónum króna        

 

Tillaga gerð um 1.500 milljóna króna arðgreiðslu.

Stjórn TM hefur sett fram skýr markmið um áhættuvilja með vikmörkum sem auðveldar stýringu á heildaráhættu félagsins. Markmið um gjaldþolshlutfall samkvæmt áhættuviljanum er 150% og vikmörkin eru 140% til 170%.

Arðgreiðslutillaga ársins 2017 byggir á þessum markmiðum og leggur stjórn TM til 1.500 m.kr. arðgreiðslu á árinu 2017. Að auki leggur stjórn til að hún fái heimild til kaupa á eigin bréfum fyrir allt að 1.000 m.kr. Endanleg fjárhæð endurkaupanna mun ráðast af möguleikum félagsins við að finna hagkvæmustu fjármagnsskipan. Ítarleg endurkaupaáætlun verður lögð fyrir á aðalfundi félagsins sem haldinn verður 16. mars næstkomandi.

 

Áætlaður hagnaður ársins 2017 er 2,8 milljarðar króna fyrir tekjuskatt.

                 
  1F 2017 2F 2017 3F 2017 4F 2017 Á 2017 2016 ∆%
Eigin iðgjöld 3.597 3.782 4.117 3.828 15.324 14.060 1.264 9%
Fjárfestingatekjur 404 772 401 770 2.347 3.178 (831) -26%
Aðrar tekjur 10 9 9 9 38 41 (3) -8%
Heildartekjur 4.011 4.563 4.527 4.608 17.709 17.279 430 2%
Eigin tjón (2.996) (2.763) (2.754) (2.900) (11.413) (10.718) (695) 6%
Rekstrarkostnaður (898) (856) (762) (820) (3.337) (3.303) (34) 1%
Fjármagnsgjöld (40) (40) (40) (40) (159) (247) 88 -36%
Virðisrýrnun útlána (5) (5) (5) (5) (19) (57) 38 -67% 
Heildargjöld (3.938) (3.664) (3.561) (3.765) (14.928) (14.326) (602) 4%
Hagnaður fyrir tekjuskatt 73 899 966 843 2.781 2.953 (172) -6%
                 
Fjárhæðir eru í milljónum króna.              

 

Lykiltölur ársins 2017 eru áætlaðar eftirfarandi:

             
  1F 2017 2F 2017 3F 2017 4F 2017 Á 2017 2016
Vátryggingastarfssemi            
Tjónshlutfall 83% 73% 67% 76% 74% 76%
Kostnaðarhlutfall 21% 20% 18% 19% 19% 21%
Samsett hlutfall 104% 93% 84% 95% 94% 97%
Framlegð (162) 272 638 193 942 420
Fjárfestingar            
Ávöxtun 1,6%  3,0%  1,5%  2,9%  9,3%  13,0% 
             
           

 

Kynningarfundur kl. 08:30 föstudaginn 17. febrúar.

TM býður til opins kynningarfundar um afkomu félagsins á fjórða ársfjórðungi og á árinu 2016 þann 17. febrúar kl. 08:30. Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum TM að Síðumúla 24. 4. hæð. Þar kynnir Sigurður Viðarsson forstjóri uppgjörið og svarar spurningum.

Ársreikning og afkomutilkynningu verður hægt að nálgast á vef félagsins tm.is. Kynning á uppgjörinu verður einnig aðgengileg á sama stað við upphaf kynningarfundar. Hægt er að fylgjast með fundinum í gegnum vefinn á slóðinni:

https://global.gotomeeting.com/join/509690093

 

Aðalfundur 16. mars 2017.

Aðalfundur TM árið 2017 verður haldinn þann 16. mars næstkomandi kl. 16:00 á Grand Hótel Reykjavík.

 

Fjárhagsdagatal 2017.

1. ársfjórðungur: 10. maí 2017.

2. ársfjórðungur: 24. ágúst 2017.

3. ársfjórðungur: 26. október 2017.

4. ársfjórðungur: 16. febrúar 2018.

 

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Viðarsson, forstjóri TM.

s: 515-2609.

sigurður@tm.is.


Frettatilkynning 4F 2016.pdf
Tryggingamistoin hf. Arsreikningur samstunnar 2016.pdf