Published: 2017-01-06 13:26:36 CET

Eik fasteignafélag hf.: Undirritun kaupsamnings á Slippnum fasteignafélagi ehf. (Hótel Marína)

Vísað er í tilkynningu félagsins frá 18. nóvember s.l. um undirritun kauptilboðs í Slippinn fasteignafélag ehf. sem má finna hér.

Í dag, 6. janúar 2017, var ritað undir kaupsamning á Slippnum fasteignafélagi ehf. Kaupverð og áhrif viðskiptanna á Eik fasteignafélag er í takt við fyrri tilkynningu.

Kaupsamningurinn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Gert er ráð fyrir því að afhending muni fara fram á fyrsta ársfjórðungi 2017.

Nánari upplýsingar veita:

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, garðar@eik.is, s. 590-2200.

Lýður Heiðar Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, lydur@eik.is, s. 590-2209 / 820-8980.