Published: 2016-11-18 19:38:09 CET

Eik fasteignafélag hf.: Samþykkt kauptilboð í Slippinn fasteignafélag ehf. (Hótel Marina)

Í dag, 18. nóvember 2016, hefur Eik fasteignafélag hf. undirritað kauptilboð um kaup á öllu útgefnu hlutaféi Slippsins fasteignafélags.

Heildarvirði kaupanna eru 4.450 m.kr. Fasteignir í eigu Slippsins fasteignafélags eru Mýrargata 2-8, Mýrargata 12 og Mýrargata 14-16. Eignirnar, sem staðsettar eru í hjarta miðbæjar Reykjavíkur, eru samtals 6.504 fermetrar. Flugleiðahótel er leigutaki allra fermetrana og eru með langtímaleigusamning. 

Vænt ávöxtun fjárfestingarinnar fyrir árið 2017 er tæplega 6,7% m.v. núverandi forsendur um tekjur og gjöld. Við kaupin munu hóteleignir verða 13% af virði fasteigna Eikar og verða 99% af þeim eignum staðsettar í miðbæ Reykjavíkur.

Tilboðið er háð ýmsum fyrirvörum og skilyrðum sem aðilar munu vinna sameiginlega að því að aflétta.

Nánari upplýsingar veita:

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, garðar@eik.is, s. 590-2200 / 861-3027.

Lýður Heiðar Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, lydur@eik.is, s. 590-2209 / 820-8980.