Published: 2016-08-23 12:10:47 CEST

Eik fasteignafélag hf.:Uppgjör 2 ársfjórðungs 2016 - kynningarfundur 31. ágúst

Eik fasteignafélag hf. mun birta uppgjör sitt fyrir 2. ársfjórðung 2016 eftir lokun markaða þriðjudaginn 30. ágúst 2016.

Opinn kynningarfundur verður haldinn miðvikudaginn 31. ágúst 2016 klukkan 8:30 á Hóteli 1919 í fundarherberginu Goðafoss, Pósthússtræti 2. Boðið verður upp á léttan morgunmat frá kl. 8:00.

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar, og Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, munu kynna afkomuna ásamt því að fara yfir helstu framkvæmdir félagsins.

Að lokinni kynningu munu þeir svara spurningum.

Nánari upplýsingar veitir Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, lydur@eik.is s. 590-2200 / 820-8980.

HUG#2036698