Published: 2016-02-29 16:46:39 CET

Landfestar ehf. : Ársreikningur Landfesta ehf. 2015

Rekstrartekjur ársins 2015 námu 2.188 m.kr. (2014: 2.191 m.kr.). Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir 2015 nam 1.758 m.kr.(2014: 1.686 m.kr.). Heildarhagnaður ársins 2015 nam 2.064 m.kr. (2014: Tap um 42 m.kr.). Handbært fé frá rekstri nam 1.045 m.kr. á árinu 2015. (2014: 724 m.kr.). Bókfært virði fjárfestingareigna nam 24.373 m.kr. í árslok 2015. (2014: 22.740 m.kr.). Matsbreyting var jákvæð á árinu 2015, nam 1.772 m.kr. (2014: Neikvæð um 582 m.kr.). Vaxtaberandi skuldir námu 14.786 m.kr. í árslok 2015. (2014: 15.336 m.kr.). Eiginfjárhlutfall nam 34,8%. (2014: 29,2%). Hagnaður á hlut var 1,24. (2014: Tap á hlut 0,02).  

Ársreikningur Landfesta ehf. var samþykktur af stjórn félagsins í dag, 29. febrúar 2016. Ársreikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Endurskoðendur félagsins, KPMG ehf., hafa endurskoðað reikninginn og áritað hann fyrirvaralausri áritun.

 

Stjórn félagsins leggur til að ekki verði greiddur út arður á árinu 2015.

Landfestar ehf. er eitt af sjö dótturfélögum í samstæðu Eikar fasteignafélags hf. Helstu eignir félagsins eru Borgartún 21, 21a og 26 og Álfheimar 74 (Nýi Glæsibær). Hægt er að nálgast ársreikning félagsins á www.landfestar.is (sem er jafnframt heimasíða móðurfélagsins).

 

Landfestar ehf. gaf út skuldabréfaflokkinn LF 14 1 í júní 2014. Í desember 2014 var skuldabréfaflokkurinn skráður á aðalmarkað Nasdaq Iceland. Staðfesting endurskoðanda á útreikningum útgefanda LF 14 1 á skilmálum skuldabréfaflokksins eru meðfylgjandi tilkynningu þessari. Samkvæmt staðfestingu endurskoðanda stóðust allir skilmálar skuldabréfaflokksins LF 14 1 miðað við dagsetninguna 31.12.2015.

 

Fjárhagsdagatal 2016

Hálfs árs uppgjör Landfesta ehf. 2016 verður birt í viku 35, 2016.

  

Nánari upplýsingar veita:

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags hf., í síma 861-3027

eða gardar@eik.is.

Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Eikar fasteignafélags hf.,

í síma 820-8980 eða lydur@eik.is.

HUG#1990202


Ársreikningur 2015.pdf
Fjárhagslegir skilyrði LF 14 1.pdf