Icelandic
Birt: 2016-02-15 17:08:30 CET
Eik fasteignafélag hf.
Fyrirtækjafréttir

Eik fasteignafélag hf.: Rekstraráætlun 2016

Stjórnendur Eikar fasteignafélags hf. hafa gert rekstraráætlun fyrir árið 2016. Helstu tölur úr henni eru:

  • Tekjur verða 6.879 m.kr.
  • Gjöld verða 2.041 m.kr.
  • Skrifstofu og stjórnunarkostnaður verður 305. m.kr
  • Rekstrarhagnaður fyrir viðhald verður 4.533 m.kr.
  • Viðhald og endurbætur verða 313 m.kr.
  • EBITDA verður 4.483 m.kr.

Um rekstraráætlunina

Leigutekjur ársins eru áætlaðar miðað við gildandi leigusamninga við birtingu spárinnar ásamt spá um breytingar á leigusamningum innan ársins 2016.

Það er Eik fasteignafélagi ánægjuefni að tilkynna um, að í dag 15. febrúar 2016, hafi náðst samkomulag um endurnýjun leigusamninga við Símann og Mílu. Samkomulagið felur í sér að leigusamningar eru lengdir, Síminn skilar hluta af því húsnæði sem félagið er með í leigu í dag í áföngum á árinu 2016 ásamt því að leiguverð eftirstandandi samninga mun lækka. Nánar er farið út í endurnýjunina í rekstraráætluninni.

Meðfylgjandi rekstraráætlun ársins tekur tillit til nýgerðra samninga við Símann og Mílu ásamt nýlegra kaupa félagsins á Heimshótelum ehf. og Hóteli 1919 ehf.

Nánari upplýsingar veita:

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, gardar@eik.is, s. 590-2200 / 861-3027

Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, lydur@eik.is s. 590-2200 / 820 8980

HUG#1986162


Rekstraratlun 2016.pdf