Icelandic
Birt: 2014-06-11 14:55:56 CEST
Reginn hf.
Fyrirtækjafréttir

Reginn hf. - Óveruleg áhrif vegna breytinga á fasteignamati 2015

Komið hefur fram í fjölmiðlum að Þjóðskrá Íslands hafi kynnt breytingu á útreikningi á fasteignamati íbúða- og atvinnuhúsnæði. „Þessar breytingar hófust árið 2009 þegar nýjar og nákvæmari aðferðir voru teknar upp við mat á íbúðarhúsnæði. Nú eru teknar upp sambærilegar aðferðir við mat á atvinnuhúsnæði og húsum á bújörðum til sveita, sem endurspegla betur markaðsverðmæti á hverjum tíma“. 

Reginn hf. hefur nú yfirfarið nýtt fasteignamat á öllum sínum fasteignum þar á meðal nýkeyptum eignum. Niðurstaðan er sú að hækkun á fasteignamatinu fyrir árið 2015 er innan verðlagsviðmiðana sem rekstraráætlanir félagsins taka mið af. Því mun breyting á fasteignamati félagins fyrir árið 2015 vera innan áætlana félagsins. Þessi niðurstaða á fasteignamati eignasafnsins mun því hvorki hafa áhrif á áætlanir félagsins né rekstrarafkomu þess miðað við núverandi rekstur.

Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson

Forstjóri Regins hf.

S: 5128900 / 8996262


Reginn hf. - Overuleg breyting a fasteignamati Regins fyrir ari 2015.pdf