Icelandic
Birt: 2014-04-11 11:12:50 CEST
Reginn hf.
Fyrirtækjafréttir

Tilkynning um undirritun Regins hf. á samkomulagi um kaup á fasteignum Hótel Óðinsvé

Undirritað var í gær, eftir lokun markaða 10. apríl  2014, samkomulag milli Regins hf. og Gamma ehf. um kaup á félagi sem á fasteignirnar er hýsa Hótel Óðinsvé.  

Fasteignirnar í félaginu eru Þórsgata 1 og Lokastígur 2, 101 Reykjavík. Fasteignirnar eru 2.000 m2 og staðsettar í hjarta Reykjavíkur. Hótel Óðinsvé er fjögurra stjörnu  með 50 herbergi,  þar er einnig  rekinn  einn vinsælasti veitingastaðurinn í dag, Snaps en samningurinn við rekstraaðila var nýverið endurnýjaður til 15 ára.  Engin breyting verður því á rekstrinum við þessi eigandaskipti.  Sömuleiðis er rekið smurbrauðsstofan Brauðbær sem hefur haft aðstöðu þar í áratugi. Ef af kaupunum verður þá mun samhliða verða undirritaður leigusamningur við Gamma ehf. um áframhaldandi rekstur hótelsins.

Undirritað samkomulag aðila er með ýmsum fyrirvörum, þar á meðal um að niðurstaða áreiðanleikakannana leiði ekki í ljós atriði sem breyta að verulegu leyti því mati Regins sem lagt er til grundvallar kaupunum.

Kaupverðið er trúnaðarmál en ef af kaupunum verður er áætlað að EBITDA Regins hækki um rúmlega 2% miðað við útgefna rekstrarspá fyrir 2014 og eignasafn Regins stækki um 1%.  Kaupin eru í samræmi við fjárfestingastefnu Regins hf. sem fela í sér markmið að auka hlutdeild í hótelhúsnæði og stækkun með innri vexti og fjárfestingu í arðbæru atvinnuhúsnæði með góða staðsetningu.

Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson

Forstjóri Regins hf.

S: 512 8900 / 899 6262


Tilkynning um undirritun Regins hf. a samkomulagi um kaup a fasteignum Hotel Oinsve.pdf